Afhending, móttaka, ábyrgðir, gallar og skemmdir:

 • Afhending vöru... Seljandi leitast við að afhenda vöru innan 1 – 3 virkra vinnudaga, frá því pöntun er gerð. Fram kemur á pöntunarstaðfestingu hvenær kaupandi geti vænst þess að móttaka pöntun sína samkvæmt völdum sendingarhætti.
  Ef afhendingu pöntunar seinkar af hálfu seljanda mun kaupandi fá upplýsingar þar um á skráð netfang sitt, hvers vegna og hvenær hann geti reiknað með að móttöku hennar.
 • Móttaka vöru… Kaupandi skal við móttöku vörunnar athuga samstundis eða innan eðlilegra tímamarka hvort varan sé gölluð eða skemmd að einhverju leiti og sé þannig í fullu samræmi við pöntunarstaðfes­tingu og vörulýsingu.
  Sömuleiðis skal kaupandi kanna hvort um sé að ræða skemmdir á vörunni vegna flutnings.
  Eðlilegur umkvörtunar tími hvað þetta varðar er innan 30 daga frá móttöku hennar.
 • Galli… Ef vara er gölluð eða eitthvað vantar, er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun innkaupanna. Það fer þó eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni. Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega.
  Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.
 • Ábyrgð… Ábyrgðir seljanda eru í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum varðandi almenn neytendakaup.
  Ábyrgð á galla í vöru er 2 ár frá því að kaupandi fékk hana afhenta. Ef hinsvegar er um að ræða sölu á vöru til fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár.
  Ef seldri vöru er ætlaður lengri líftími en almennt gerist er frestur til að gera athugasemdir útrunnin eftir 5 ár.
  Einstakar vörur eða vörumerki hafa lengri ábyrgðartíma, og er það sérstaklega tekið fram í hverju tilfelli fyrir sig.
  Ábyrgð er verður ekki viðurkennd nema pöntuarstaðfestingu og kvittun fyrir kaupum sé framvísað.
  Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Þá fellur ábyrgð úr gildi ef átt hefur verið við vöru á verkstæði eða öðrum alila án samþykkis seljanda.  Ábyrgð fellur jafnframt niður ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar á hennar. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála, þó innan eðlilegra tímamarka.
 • Seljandi... Seljandi ber að jafnaði ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er sannanlega send frá seljanda til kaupanda er viðkomani tjón kaupanda eða flutningsaðilla hennar.