Oft hefur verið fjallað og ritað um sprengju- og brunahættu er stafar frá rafrettum. Slík óhöpp hafa vissulega átt sér stað, og hafa verið rakin beint til rafrettanna sem slíkra.

Viða má finna gagnlegar og raunhæfa varúð ráðstafanir til að fyrirbyggja að slíkt geti átt sér stað, hvað þetta varðar.. t.d. hjá Google og Wikipedia.

Það er engum blöðum þar um að fletta að rafrettan getur valdið sprengingu og eða eldsvoða, og hafa opinberir fjölmiðlar margir gefið þeim atburðum bæði extra feitt letur og jafnvel forsíðuhluta.. en getur rafrettan virkilega verið svo skaðleg sem þar er lýst?

Svarið liggur í aflgjafa rafrettunnar. 
Í lang flestum tilfellum er rafrettan knúin einni eða tveimur Lithium-Ion rafhlöðum, og hafa þessar rafhlöður ýtt verulega undir hraðskreiða framþróun rafeindamarkaðsins, og þannig sannanlega stuðlað að því hversu öflug rafstýrð smátæki við getum borið á okkur í dag samanber farsíma, tölvuspjöld (tablets), Iphones, Ipads, rafrettur… og þannig mætti lengi telja.

Lithium-Ion rafhlaðan getur haldið í sér mikilli orku, og þannig hlutfallslega mikill aflgjafi í tiltölulega litlu rými. 
Vandamálið sem hér getur skapast og undir þessum kringumstæðum, er hvernig þessari orku er hleypt út úr því rými sem hún er geymd, því ef orkan sleppur óstýrð út úr því rými sem hún er geymd, og á tíma eins augnabliksins verður sprenging sem getur haft í för með sér margar þekktar afleiðingar.

Svo lengi sem geymd orka rafhlöðunnar er notuð undir stýrðri þörf notandans er als engin hætta á ferðum, en sé það ekki svo og orka rafhlöðunnar sleppur óheft frá henni, getur mikill hiti myndast á mjög skömmum tíma, og um leið sellur rafhlöðunnar myndað það mikið mótstand sín í milli að úr verður sprenging. 
Sellurnar eru sömuleiðis eldfimar sem slíkar og undir óheftum kringumstæðum getur myndast eldur frá þeim.

Óheft orkustreymi frá rafhlöðu á sér stað t.d. við skammhlaup mill póla (milli plús og mínus), og eða jafnvel vegna ytri skaða á rafhlöðunni.

Svo Lithium-Ion rafhlöður er vissulega varasamar í ákveðnum tilfellum.. en hvað hefur þar með rafrettur að gera?

Ekki neitt.. farsímar, spjald- og fartölvur ásamt öðrum búnaður þeim líkum sem drifinn er af Lithium-Ion rafhlöðum hafa orsakað eldsvoða af völdum sprenginga vegna óhefts orkuflæði frá þeim.

Hafir þú áhyggjur af því að rafrettan þín springi í loft upp með hugsanlegum tilheyrandi afleiðingum, þá hvet ég þig til að lesa ítarlega allar þær almennu upplýsingar er varðar öruggi og meðferð á Lithum-Ion rafhlaða.