Rafrettuna er hægt að fá með 600, 900 eða 1100mAh. rafhlöðum sem tryggja ættu notkun dagsins. Rafhlaðan er hlaðin af meðfylgjandi hleðslutæki sem tengist við USP rauf á tölvu eða 220V straumbreyti.

Samsetning og tengimöguleikar

Rafrettan er í megindráttum samansett af tveimur hlutum, rafhlöðu og stímara (gufugjafa) með munstykki. Hlutirnir eru skúfaðir hvor frá öðrum „rangsælis“ og þannig skildir að. Rafhlaðan er skrúfuð inn í meðfylgjandi hleðslutæki sem tengist við USB tengi tölvu eða straumbreyti. Hleðslutími rafhlöðunnar er ca. 3 tímar. Ljósdíóða hleðslutækisins sýnir grænt ljós við fullhlaðna rafhlöðu.

Kveikt og slökkt er á rafrettunni með því að smella fingri snöggt 5 sinnum á stjórnhnappinn. Ráðlaget er að slökkva á rafrettunni, sé hún ekki í notkunn eða borin í vasa, veski eða einhverju slíku. 

ÁFYLLING:Algengust stærð áfyllihylkja eru 10ml. platsflöskur með nálastút. Munnstykkið er skrúfað af stíminum, mikilvægt er að vökvanum sé sprautað ofan í stímhylkið þannig að hann renni niður með innri vegg þess, ekki ofan í stútinn í miðu stímhylkisins. Ekki skal setja meira í stímhylkið en upp að efri mörkum mælistiku þess þ.e.a.s. ( 1,6ml.). 
Best er að bæta vökva á stímarann þegar hann er ca. hálfur. Þannig er viðhaldið bestum gæðum gufunnar og bestri endingu stímarans.

Þegar ný rafretta eða stímari er tekinn í notkunn er ráðlegt að fylla á hann eins og lýst er hér að ofan og láta hann síðan standa 1 til 2 stundir fyrir notkunn.

Rafrettan inniheldur nánast engin skaðleg efni, en aftur á móti innber hefðbundin tóbaks sígaretta alt að 4.000 þekkta skaðvalda.