Almennir skilmálar:

 • Almennt… Seljandi er ELIFE-IS Kaupandi er sá sem skráður er kaupandi á reikningi pöntunarinnar.  Kaupandi verður að vera orðinn fjárráða til þess að eiga viðskipti á vefsvæði elife.is.
  Eftirfarandi skilmálar gilda um viðskipti seljanda og kaupanda svo og um notkun á vefversluninni elife.is.
  Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annars vegar og kaupanda hinsvegar. Þegar sérstökum ákvæðum þessa skilmála sleppir gilda um viðskiptin lög varðandi almenn neytendakaup nr. 48/2003 og eftir atvikum lög um húsgöngu og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000.
  Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu.
 • Vöruupplýsingar… Seljandi veitir upplýsingar um vörur sínar eftir sinni allra bestu vitund hverju sinni, en um leið áskilur sér rétt til fyrirvara varðandi bilanir á vél- og hugbúnaði í umhverfi netverslunar sinnar, vírusa, birtingar- og innsláttarvilla í texta og eða myndum á vefsvæði sínu. Seljandi áskilur sér rétt til þess að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld.
 • Pöntun… Þegar kaupandi hefur staðfest pöntun á vefsvæði elife.is telst hún bindandi beggja aðilla. Seljandi sendir kaupanda pöntunarstaðfes­tingu um leið og pöntun er skráð að því gefnu að kaupandi hafi réttilega gefið upp netfang sitt. Kaupandi kannar sérstaklega hvort pöntunarstaðfesting sem honum berst frá versluninni sé í fullu  samræmi við það er hann taldi sig ver að panta.
  Þegar kaupandi velur að sækja vöru í verslun er líftími viðkomandi pöntunar 5 dagar, að þeim tíma liðnum er pöntuninni eytt.
 • Verð… Seljandi áskilur sér rétt til að breyta verði á vöru án fyrirvara, en verð eru almennt breytileg vegna samkeppni og verðbreytinga birgja. Það verð gildir er fram kemur á pöntunarstaðfestingum kaupandas hverju sinni.
  Heildarkostnaður við kaup á vöru er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega. Heildarkostnaður inniheldur allan kostnað við pöntun, sendingargjald, þjónustu og annað það er sölunni fylgir, nema þegar annað er í boði verslunarinnar.
 • Greiðsla… Kaupandi hefur möguleika á því að greiða fyrir pöntun sína með greiðslukorti, bankamillifærslu, Netgíró eða greiðslufærslu á viðskiptareikning seljanda. Ef greitt er með greiðslukorti eða skuldfærslu á viðskiptareikning er upphæðin skuldfærð við afgreiðslu pöntunarinnar af lager.  Ef greiðsla berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni. Ef greitt er með bankamillifærslu eru vörur fráteknar á lager þar til staðfesting millifærslu er í höndum seljanda. Vörur eru fráteknar í 6 virkra vinnudaga. Ef millifærsla berst ekki innan þess tíma er pöntun eytt.
 • Skilafrestur og endurgreiðslu­réttur… Vara sem keypt er í netverslun elife.is er hægt að skila inna 30 daga að því tilskildu að viðskiptamaður hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum.
  Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið, ætli kaupandi að skila vöru sinni á forsendum feilkaupa. Skilafresturinn telur frá fyrsta degi afhendingar til skráðs móttakanda.
  Staðfesting fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með skilum eða skilasendingu samkvæmt fyrirmælum verslunarinnar sem send verða kaupanda, eftir að beiðni um vöruskil hafa borist seljanda. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að seljandi hefur móttekið vöru. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Upphæð endurgreiðslu skal vera það verð sem kemur fram á pöntunarstaðfes­tingu.